DSC_0238.jpg

BÖRN
7-13 ÁRA

Byrjendatímar vor 2021

7–10 ára:​
mið 16:30–17:20, lau 10:30–11:20

11–13 ára:

mið 17:30–18:20, fös 16:30-17:20, sun 11:30–12:20

Við bjóðum upp á öflugt barnastarf í fimm flokkum fyrir 7-10 ára og 11–13 ára krakka, þar sem agi, leikgleði, virðing og kraftur eru í fyrirrúmi. Barnastarfið stendur yfir allt árið um kring. Hverri önn lýkur með gráðun (beltaprófi) undir næsta stig í beltakerfinu.

Þórshamar býður líka upp á öflugt félagslíf fyrir þennan hóp: jólaball, vorferð í Heiðmörk, bíóævintýri og skautaferð hafa öll verið fastir liðir undanfarin ár.

 

Krakkar undir 12 ára aldri sem æft hafa í a.m.k. eina önn geta byrjað að spreyta sig í keppni á fjörkálfamótum í bæði kata og kumite, skemmtilegum æfingamótum sem eru sérsniðin fyrir þennan aldurshóp.

 

Eftir ár við æfingar er hægt að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í kata, og 12+ ára krakkar geta tekið þátt í Íslandsmeistaramóti í kumite og Grand Prix-mótum í báðum greinum. Vanir þjálfarar fylgja iðkendum á öll mót.

Allir flokkar eru kynjablandaðir og leitast er við að allir flokkar hafi bæði konur og karla meðal þjálfara.