• Þórshamar

Æfingabúðir í Vestmannaeyjum

Updated: Aug 10, 2019

Í tilefni af 40 ára afmæli Þórshamars ætlar félagið í æfingaferð til Vestmannaeyja fyrir 11 ára og eldri, 21.–23. júní 2019.

Komdu með til Vestmannaeyja og æfðu hjá úrvali af bestu þjálfurum Þórshamars í gegnum árin! Fyrsta flokks karate, sund, yoga, kvöldvökur og margt fleira. Verð: 12.500 kr. Innifalið: Matur, Herjólfur, æfingar, sund og gisting í svefnpokaplássi.

Smellið hér til að ganga frá skráningu!


Þjálfarar í búðunum: Ásmundur Ísak Jónsson 5. dan, yfirþjálfari Þórshamars í tvo áratugi Birkir Jónsson 4. dan, núverandi yfirþjálfari Þórshamars Bjarni Örn Kærnested 3. dan, æfði lengi í höfuðstöðvum Japan Karate Association í Tókýó Edda Blöndal 2. dan, sigursælasta karatekona Íslands María Helga Guðmundsdóttir 3. dan, fyrrverandi landsliðskona í kumite og kata Sólveig Krista Einarsdóttir 3. dan, fyrsta íslenska konan til að taka 3. dan Ævar Austfjörð 2. dan, yfirþjálfari Karatefélags Vestmannaeyja

16 views0 comments

Recent Posts

See All