• Þórshamar

Þrír keppendur á HEL Open um helgina

Um helgina fara þrír keppendur frá Þórshamri á HEL Karate Open, opið karatemót og æfingabúðir í Helsinki:


Aron Bjarkason keppir í kata og -60 kg kumite karla 18–20 ára.

Freyja Stígsdóttir keppir í kata 16–17 ára og 18–20 ára kvenna.

Hannes Hermann Mahong Magnússon keppir í kumite 14–15 ára pilta, +63 kg.

Aron, Hannes og Freyja eftir síðustu æfingu fyrir brottför.

Auk þess að keppa á mótinu munu Hannes, Freyja og Aron æfa með finnska unglingalandsliðinu á föstudag og sunnudag. Með í för verður María Helga Guðmundsdóttir, yfirþjálfari unglinga í Þórshamri.


Óskum þeim góðs gengis og hlökkum til frétta af árangri þeirra!

38 views0 comments

Recent Posts

See All

KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR

Sími: 551-4003

Brautarholti 22, 105 Reykjavík

  • Black Instagram Icon
  • Instagram - Black Circle
  • Black YouTube Icon

©2019 Karatefélagið Þórshamar