• Þórshamar

Fjaræfingar næstu tvær vikur

Höldum áfram á Zoom og Youtube Vegna stöðu faraldursins og tilmæla sóttvarnarlæknis ætlum við að halda áfram fjaræfingum í a.m.k. tvær vikur í viðbót. Við vonum að þá verði ástandið orðið betra og við getum hist kát í Þórshamri fyrstu vikuna í nóvember.

Fáðu mætingu fyrir æfingar síðustu vikna! Það hefur verið gaman að sjá dugnaðinn hjá iðkendum undanfarnar tvær vikur. Nú er komið að því fylla út Google-formið og fá skráða mætingu fyrir æfingarnar sem þið eruð búin að gera. Við munum senda nýtt eyðublað fyrir vikur 3 og 4. Við minnum á að mæting/þátttaka í fjaræfingunum er er ekki skylda – þetta er hugsað til gamans og hvatningar. Tekið verður fullt tillit til æfingahlésins þegar farið er yfir mætingu iðkenda fyrir gráðun.

Æfingar næstu vikur Við hvetjum barnaflokka áfram til að gera tvö æfingamyndbönd af Youtube og mæta á Zoom-æfingu 1x í viku. Zoom-æfingar unglinga/fullorðinna verða á mánu-, miðviku og fimmtudögum (ekki föstudögum). Einnig bendum við á Youtube-myndbönd fyrir þessa hópa. Dagskrá Zoom-æfinga Mán 17:30–18:30: Zoom-æfing með Eddu (ungl/fullorðnir/mfl) Mið 17:30–18:30: Zoom-æfing með Jonna (ungl/fullorðnir/mfl) Fim 17:30–18:30: Zoom-æfing með Maríu (ungl/fullorðnir/mfl) Lau 10:00–10:40: Zoom-æfing með Maríu (4.–6. flokkur) Lau 11:00–11:40: Zoom-æfing með Maríu (1.–3. flokkur) Allar Zoom-æfingar eru aðgengilegar á þessum hlekk.Einnig má nota eftirfarandi aðgangsupplýsingar: Meeting ID: 354 551 4003 — Passcode: karate Zoom-forritið er aðgengilegt fyrir síma og tölvu. Við mælum með því að sækja það og setja upp áður en fyrsti Zoom-tíminn hefst. Youtube-æfingar fyrir 4.–6. flokk Æfing 1: Yokogeri Æfing 2: Mawashigeri Æfing 3: Útiæfing með Árna Æfing 4: Annnaðhvort endurtaka Kihon Kata-æfinguna eða spreyta sig á Heian Shodan Youtube-æfingar fyrir 1.–3. flokk Æfing 1: Ushirogeri Æfing 2: Kumiteæfing – kizamizuki og mawashigeri Æfing 3: Veljið eina af þessum kataæfingum: Kihon KataHeian ShodanHeian NidanHeian Yondan Æfing 4: Sparkæfing með Jonna (ath: þetta var fullorðinsæfing og gæti verið krefjandi – en um að gera að prófa!) Youtube-æfingar fyrir unglinga, fullorðna og meistaraflokk Æfing 1: Ushirogeri Æfing 2: Katasyrpa Æfing 3: Kumiteæfing – kizamizuki og mawashigeri Æfing 4: Meistaraflokksæfing með Birki

KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR

Sími: 551-4003

Brautarholti 22, 105 Reykjavík

  • Black Instagram Icon
  • Instagram - Black Circle
  • Black YouTube Icon

©2019 Karatefélagið Þórshamar