top of page
  • Þórshamar

Freyja bikarmeistari

Freyja Stígsdóttir er bikarmeistari kvenna í karate! Þessi sautján ára gamla karatekona hefur átt frábært ár og verið í efstu sætum í kata og kumite á öllum bikarmótum ársins. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Freyju en eflaust ekki sá síðasti.


Og ekki nóg með það. Okkar fólk sópaði til sín verðlaunum á uppskeruhátíð KAÍ í gær.


Kristjana Lind Ólafsdóttir varð í 2. sæti í bikarkeppni kvenna í karate.

Agnar Már Másson og Kristjana Lind Ólafsdóttir urðu bæði Grand Prix-meistarar í kumite 16–17 ára pilta og stúlkna.

Freyja varð Grand Prix-meistari 16–17 ára stúlkna í kata og tók silfur í kumite.

Victor Anh Duc Le tók silfur í kumite og brons í kata 12–13 ára.

Hannes Hermann Mahong Magnússon tók brons í kumite 14–15 ára pilta.

Agnar Már tók brons í 16–17 ára flokki í kata.


Alls fjórir meistaratitlar, þrjú silfur og þrjú brons hjá þessu unga og efnilega karatefólki.
19 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page