• Þórshamar

Góður árangur á Grand Prix mótinu

Karatefélagið Þórshamar er stolt af þeim ungmennum sem kepptu fyrir hönd félagsins á Grand Prix mótinu í Fylkisseli í dag. Hildur hlaut gull í kata og kumite 12 ára stúlkna. Sunny hlaut gull í kata 12 ára pilta og brons í kumite í sama aldursflokki. Í kata 16-17 ára pilta hlaut Tómas silfur og Davíð brons og Fanney hlaut brons í kata 16-17 ára stúlkna. Félagið óskar þeim til hamingju með góðan árangur og er stolt af öllum keppendum sínum. Framtíðin er björt hjá þessum flotta hópi iðkenda.

16 views0 comments