• Þórshamar

Gull hjá Aroni á Banzai Cup

Updated: Dec 10, 2019

Aron Bjarkason gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun á Banzai Cup í Berlín um helgina, einu sterkasta opna móti í Evrópu. Í fyrsta keppnisflokki Arons, 18–20 ára flokki í kumite -60 kg karla, voru 11 keppendur og fóru þeir Aron og Aymane Takzima frá Úkraínu í úrslit. Því miður meiddist Aron í úrslitaviðureigninni og gat því ekki tekið þátt í þyngdarflokki sínum eða fullorðinsflokki 18+ ára. Hann kemur því heim með gullverðlaun og myndarlegt glóðarauga.


Fleiri Íslendingar náðu góðum árangri um helgina. Hæst ber gullverðlaun Ólafs Engilberts Árnasonar í -75 kg flokki karla. Þá vann Máni Karl Guðmundsson brons í opnum flokki karla, Iveta Ivanova brons í -55 kg flokkum bæði U21 og fullorðinna, og lið Íslands í kadettflokki stúlkna til bronsverðlauna. Óskum þeim til hamingju með árangurinn.


KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR

Sími: 551-4003

Brautarholti 22, 105 Reykjavík

  • Black Instagram Icon
  • Instagram - Black Circle
  • Black YouTube Icon

©2019 Karatefélagið Þórshamar