• Þórshamar

Nýr svartbeltingur og tvenn gullverðlaun í Svíþjóð

Átta Þórshamarsmenn og -konur lögðu leið sína til Gislaved í Svíþjóð á sumaræfingabúðir World Traditional Karate Organization um verslunarmannahelgina. Æfingabúðirnar voru undir handleiðslu reyndustu kennara WTKO, John Mullin 9. dan, Richard Amos 7. dan og Scott Middleton 6. dan, auk leiðandi kennara WTKO á Norðurlöndunum. Auk fjölbreyttra karateæfinga fór fram dangráðun, kata- og kumitemót, og kennsla í iaido, japanskri sverðfimi.


Hápunktur helgarinnar hjá Þórshamarshópnum var tvímælalaust þegar Björk Rósinkrans Bing stóðst gráðun undir 1. dan með miklum glæsibrag. Ekki skyggði á gleðina að á móti búðanna vann Hannes Hermann Mahong Magnússon gull í kata 10-15 ára pilta og María Helga Guðmundsdóttir gull í kata og brons í kumite kvenna. Þá varð Tómas Már Jóhannsson í 4. sæti í kata 10-15 ára pilta.


Íslenski hópurinn vakti verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu á æfingum, gráðun og móti. Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að læra af reynslu þeirra.


34 views0 comments

Recent Posts

See All

KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR

Sími: 551-4003

Brautarholti 22, 105 Reykjavík

  • Black Instagram Icon
  • Instagram - Black Circle
  • Black YouTube Icon

©2019 Karatefélagið Þórshamar