
Eftirfarandi byrjendanámskeið hefjast 23. maí 2022:
Tveir fríir prufutímar fyrir byrjendur áður en þarf að skuldbinda sig á námskeið! Fyllið út skráningarformið til að taka frá pláss, jafnvel ef þið ætlið að nýta ykkur prufutímana.
Karate fyrir 6–10 ára (C. flokkur)
Byrjendur 6-10 ára og börn með hálft gult belti æfa með C. flokki tvisvar í viku. Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16-17.
Grunnkennsla í karate fyrir krakka: kenndar undirstöður í kihon (tækniæfingum) og kata (formum) í bland við leiki og teygjur. Athugið að allir undir 14 ára aldri þurfa að taka hálft belti í einu við hverja gráðun/beltapróf.
Verð fyrir eina önn: 32.500 krónur.
Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 45.000 krónur.
Karate fyrir 10-12 ára (B. flokkur)
Þessi flokkur er ekki hugsaður fyrir byrjendur heldur iðkendur sem nú þegar hafa lokið 2.-4. önnum í Þórshamri og eru því með heilt gult, hálft appelsínugult eða heilt appelsínugult belti. Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18 og laugardögum 10:30-11:30.
Kennsla í karate fyrir krakka: kennt kihon (tækniæfingar) og kata (form), grunnatriði kumite (æfingum á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur. Eftir haustönnina er þreytt próf undir ýmist heilt eða hálft appelsínugult eða rautt belti.
Verð fyrir eina önn: 37.000 krónur.
Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 50.000 krónur.
Karate fyrir 10–12 ára (A. flokkur)
Fyrir lengra komna. Lágmark er að vera komin með heilt rautt belti. Aldursviðmið hópsins er 10-12 ára. Æfingar fara fram á miðvikudögum kl. 17-18, föstudögum kl. 16-17 og laugardögum kl. 12:30-13:30. Æfingarnar með A. flokki er ætlað að undirbúa nemendur fyrir meistaraflokk. Kennsla í karate fyrir krakka hugsuð fyrir börn lengra komin: kennt flókið kihon (tækniæfingar) kata (form) og keppniskumite (æfingar á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur. Eftir haustönnina er þreytt próf undir ýmis belti.
Verð fyrir eina önn: 37.000 krónur.
Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 50.000 krónur.
Meistaraflokkur fyrir 12+ ára (unglinga/fullorðna)
Byrjendur og lengra komnir æfa saman. Þrír tímar í viku, mánudaga kl. 17.30-19 (sameiginleg æfing með fullorðnum), þriðjudaga kl. 18-20 (kennt í húsnæði Breiðabliks nema annað sé tekið fram), miðvikudaga kl. 18-20 og föstudaga kl. 17-18:30. Kennt er kihon (tækniæfingar) kata (form) og keppniskumite (æfingar á móti andstæðingi) í bland við styrktaræfingar, teygjur og leiki. Eftir hverja önn er þreytt próf undir ýmis belti.
Verð fyrir eina önn: 45.000 krónur.
Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 67.500 krónur.
Fullorðnir 12+ ára plús
Byrjendur 12+ ára og eldri og fullorðnir æfa saman. Ætlað iðkendur sem eru með blátt eða lægra gráðað belti. Kennt er þrisvar í viku, mánudaga kl. 17.30-19 (sameiginleg æfing með meistaraflokki), fimmtudaga kl. 18-19 og laugardaga kl. 11.30-12.30. Kennt er kihon (tækniæfingar) kata (form) og keppniskumite (æfingar á móti andstæðingi) í bland við styrktaræfingar, teygjur og leiki. Eftir hverja önn er þreytt próf undir ýmis belti.
Verð fyrir eina önn: 45.000 krónur.
Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 67.500 krónur.
Athugið að A. flokkur og Meistaraflokkur eru lokaðir hópar.
Athugið einnig að aðeins er hægt að greiða æfingagjöldin í gegnum Sportabler.
Nánar um greiðslu æfingagjalda hér.
Fyrir ykkur sem eru að nota appið í fyrsta skipti þá má finna upplýsingar um uppsetningu á því hérna
Númer fyrir hópana sem veita ykkur aðgang eru eftirfarandi:
Meistaraflokkur: C5T81T
Meistarafl. unglinga: 9F31TW
Fullorðnir: V352U2
A. flokkur: WW90PN
B. flokkur: CW5JVZ
C. flokkur: 4AMQQ1
Ef spurningar vakna þá má endilega senda okkur póst á: thorshamar@thorshamar.is og munum við svara öllum fyrirspurnum fljótt og örugglega. Hlökkum til að sjá sem flesta í vetur.