Eftirfarandi byrjendanámskeið hefjast 30. ágúst 2021:

Tveir fríir prufutímar fyrir byrjendur áður en þarf að skuldbinda sig á námskeið! Fyllið út skráningarformið til að taka frá pláss, jafnvel ef þið ætlið að nýta ykkur prufutímana.

Karate-forskóli fyrir 5-6 ára (6. flokkur)

Byrjendatímar haustið 2021 fyrir aldurshópinn 5-6 ára. Æfingar fara fram á mánudögum kl. 17:30-18:20 og fimmtudögum 16:30-17:20. Fyrir yngstu iðkendurna bjóðum við upp á sérstakan forskóla, þar sem krakkar kynnast grunninum í karate gegnum skemmtilegar æfingar og leiki sem taka mið af þroska þeirra. Forskólinn er tvær annir að lengd og lýkur hvorri önn með gráðun (beltaprófi). Eftir fyrri önnina þreyta börnin próf undir hvítt belti með gulri rönd. Eftir seinni önnina er þreytt próf undir hvítt belti með appelsínugulri rönd. Að forskólanum loknum færast börnin upp í byrjendahóp 7 ára og eldri og hefja undirbúning undir gult belti í karate.

Verð fyrir eina önn: 32.500 krónur.

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 45.000 krónur.

Karate fyrir 7–10 ára (5. flokkur)

Þeir sem hafa lokið tveimur beltaprófum eða forskólanum með 6. flokki færast í 5. flokk en tíminn er einnig hugsaður fyrir byrjendur á aldrinum 7-9 ára þar sem forskólinn er einungis hugsaður fyrir börn á aldrinum 5-6 ára. Æfingar fara fram á miðvikudögum kl. 16:30–17:20 og laugardögum kl. 9:30-10:20. Grunnkennsla í karate fyrir krakka: kenndar undirstöður í kihon (tækniæfingum) og kata (formum) í bland við leiki og teygjur. Eftir seinni önnina er þreytt próf undir ýmist hálft eða heilt gult belti með. Þeir sem þreyttu forskólann (6. flokk) ættu nú að vera með hvítt belti með appelsínugulri rönd eða hálft gult. Þeir sem eru með appelsínugula rönd taka næst hálft gult belti. Þeir sem eru með hálft gult belti staðfesta við næstu gráðun gula beltið sitt og fá heilt gult belti. Þeir sem eru á byrjendanámskeiði 7-10 þurfa ekki að taka forskólann og taka því strax hálft gult belti. Athugið að allir undir 14 ára aldri þurfa að taka hálft belti í einu við hverja gráðun/beltapróf.


Verð fyrir eina önn: 32.500 krónur.

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 45.000 krónur.

Karate fyrir 7-9 ára (4. flokkur)

Þessi flokkur er ekki hugsaður fyrir byrjendur heldur einstaklinga sem hafa lokið 2.- 4. önnum nú þegar í Þórshamri. Allir í þeim flokki eru 7 ára eða eldri með hálft gult belt. Æfingar fara fram á mánudögum 16:30-17:20 og laugardögum 11:30-12:20. Grunnkennsla í karate fyrir krakka: kenndar undirstöður í kihon (tækniæfingum) og kata (formum), kumite (æfingum á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur. Eftir haustönnina er þreytt próf undir heilt gult belti. 


Verð fyrir eina önn: 32.500 krónur.

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 45.000 krónur.

Karate fyrir 8-9 ára  (3. flokkur)

Þessi flokkur er blandaður. Hér æfa börn á aldrinum 8-9 ára með gult, appelsínugult og rautt belti. Æfingar fara fram á þriðjudögum 16:30-17:20, fimmtudögum 17:30-18:20 og á sunnudögum 9:30-10:20. Kennsla í karate fyrir krakka: kennt kihon (tækniæfingar) og kata (form), grunnatriði kumite (æfingum á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur. Eftir haustönnina er þreytt próf undir ýmist heilt eða hálft -gult, -appelsínugult eða -rautt belti. 

Verð fyrir eina önn: 37.000 krónur.

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 50.000 krónur.

Karate fyrir 11–13 ára (2. flokkur)

Byrjendaflokkur fyrir börn 10-13 ára. Byrjendur æfa einnig með börnum sem eru lengra komin með gult, appelsínugult og rautt belti. Æfingar fara fram á miðvikudögum 17:30-18:20, föstudögum 16:30-17:20 og sunnudögum 10:30-11:20. Grunnkennsla í karate fyrir krakka hugsuð fyrir elstu börnin: kenndar undirstöður í kihon (tækniæfingum) og kata (formum), grunnatriði í kumite (æfingum á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur. Eftir haustönnina er þreytt próf undir ýmist heilt eða hálft -gult, -appelsínugult eða -rautt belti. 


Verð fyrir eina önn: 37.000 krónur.

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 50.000 krónur.

Karate fyrir 11–13 ára (1. flokkur)

Fyrir lengra komna. Lágmark er að vera komin með heilt rautt belti. Aldursviðmið hópsins er 10-13 ára. Æfingar fara fram á þriðjudögum 17:30-18:20, föstudögum 17:30-18:20 og sunnudögum 11:30-12:20. Æfingarnar með 1. flokki er ætlað að undirbúa nemendur fyrir meistaraflokk. Kennsla í karate fyrir krakka hugsuð fyrir börn lengra komin: kennt flókið kihon (tækniæfingar) kata (form) og keppniskumite (æfingar á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur. Eftir haustönnina er þreytt próf undir ýmis belti. 

Verð fyrir eina önn: 37.000 krónur.

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 50.000 krónur.

Karate fyrir 14+ ára (unglinga/fullorðna)

Ath: Byrjendanámskeið unglinga/fullorðinna hefst 30. ágúst. Um er að ræða blandaðan hóp. Byrjendur og lengra komnir æfa saman. 

Þrír tímar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:30-19:30 og laugardaga kl. 10:30–11:30. Kenndar eru undirstöður í karate í bland við styrktaræfingar og teygjur.

Námskeiðið er ein önn og lýkur með gráðun undir gult  belti.

Verð fyrir eina önn: 45.000 krónur.

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 67.500 krónur.

​Nánar um greiðslu æfingagjalda hér.

Fyrir ykkur sem eru að nota appið í fyrsta skipti þá má finna upplýsingar um uppsetningu á því hérna

Númer fyrir hópana sem veita ykkur aðgang eru eftirfarandi:

Meistaraflokkur:         C5T81T

Meistarafl. unglinga:     9F31TW

Fullorðnir:             V352U2

1. flokkur:             WW90PN

2. flokkur:             3IFTN7

3. flokkur:             CW5JVZ

4. flokkur:             OIWBUB

5. flokkur:             4AMQQ1

6. flokkur:             EX2AW7

Ef spurningar vakna þá má endilega senda okkur póst á: thorshamar@thorshamar.is og munum við svara öllum fyrirspurnum fljótt og örugglega. Hlökkum til að sjá sem flesta í vetur.