Eftirfarandi byrjendanámskeið hefjast 1. september 2020:

Tveir fríir prufutímar fyrir alla áður en þarf að skuldbinda sig á námskeið!

Karate-forskóli fyrir 5-6 ára (6. flokkur)

Tveir tímar í viku, fim 16:30–17:20 og lau 9:20–10:10. Undirstöður karate kenndar gegnum blöndu af hefðbundnum æfingum og skemmtilegum leikjum sem örva hreyfiþroska barna.

 

Námskeiðið er ein önn og lýkur með gráðun undir hvítt belti með gulri rönd.

Verð: 26.000 krónur.

Karate fyrir 7–10 ára (5. flokkur)

Tveir tímar í viku, mið 16:30–17:20 og lau 10:10–11:00. Grunnámskeið í karate fyrir krakka – kenndar undirstöður í kihon (tækniæfingum), kata (formum) og kumite (æfingum á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur.

Námskeiðið er ein önn og lýkur með gráðun undir hálft gult belti.
Verð: 26.000 krónur.

Karate fyrir 11–13 ára (2. flokkur)

Þrír tímar í viku, mið 17:30–18:20, fös 16:30–17:20 og sun 11:00–12:00. Grunnámskeið í karate fyrir krakka – kenndar undirstöður í kihon (tækniæfingum), kata (formum) og kumite (æfingum á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur.

 

Námskeiðið er ein önn og lýkur með gráðun undir hálft gult belti.
Verð: 31.000 krónur.

Karate fyrir 14+ ára (Fullorðnir / unglingar)

Þrír tímar í viku, mán 19:00–20:00, fim 18:30–19:30 og lau 11:00–12:00. Grunnámskeið í karate fyrir unglinga og fullorðna. Tæknilegar undirstöður, beiting á móti andstæðingi, teygjur, þrek- og styrktaræfingar.

Tvær leiðir í boði:

– 7 vikna byrjendanámskeið sem lýkur með yfirlitsprófi mánudaginn 20. október. Verð: 19.000 krónur.

– 14 vikna önn sem lýkur með gráðun undir gult belti um miðjan desember: Verð: 37.000 krónur.

​Nánar um greiðslu æfingagjalda hér.

 

KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR

Sími: 551-4003

Brautarholti 22, 105 Reykjavík

  • Black Instagram Icon
  • Instagram - Black Circle
  • Black YouTube Icon

©2019 Karatefélagið Þórshamar