ÞJÁLFARAR

  karate-IMG_2102-Apr 28 2019_edited.jpg

Birkir Jónsson

4. dan, yfirþjálfari

birkir@thorshamar.is

Birkir hóf æfingar hjá Breiðablik 1991. Hann fluttist síðan í Þórshamar árið 1999.  Árið 2017 tók hann við sem yfirþjálfari Þórshamars.

Hann tók 1.dan vorið 2002, 2.dan árið 2006, 3. dan vorið 2014 og 4. dan vorið 2018, öll hjá  sensei Kawasoe.

 

  karate_heimasidu_myndir-IMG_5114-Aug 2

Jóna Gréta Hilmarsdóttir

1. dan,

yfirþjálfari barna og unglinga

jona.greta@thorshamar.is

Jóna Gréta hóf karateferil sinn árið 2005. Hún er fulltrúi ungmanna í stjórn karatefélagsins og yfirþjálfari barna og unglinga. Hún byrjaði að þjálfa árið 2012 sem aðstoðarþjálfari og haustönn 2016 tók hún við sem aðalþjálfari. Einnig sér hún um skemmtanir innan félagsins. Hún hefur lokið 1. stigi þjálfaranáms ÍSÍ.

 

Jóna Greta æfði með landsliðinu í kumite árið 2015 en þurfti að hætta vegna bakmeiðsla. Jóna Gréta hefur keppt mikið, bæði hérlendis og erlendis, og náð ágætum árangri. Besti árangur hennar var á Bushido Nord-mótinu í Svíþjóð árið 2013 þar sem hún náði þriðja sætinu í kumite.

svart.jpg

Edda Blöndal

2. dan

Edda Blöndal er sigursælasta karatekona sem Ísland hefur átt. Hún var Íslandsmeistari í kumite 1994–2004, í kata 1996–2003, karatekona ársins árin 1998–2003 og hefur unnið ógrynni verðlauna á erlendum mótum. Edda hóf karateæfingar í Þórshamri í janúar 1993 og hefur komið að þjálfun í félaginu með hléum undanfarinn aldarfjórðung.

  karate_heimasidu_myndir-IMG_5083-Aug 2

Sæmundur Ragnarsson

2. dan

Sæmundur hóf karateæfingar haustið 2004 í Þórshamri. Hann tók 1. dan vorið 2012 og 2. dan vorið 2015, hvort tveggja hjá Richard Amos sensei. Sæmundur er reyndur þjálfari og hefur þjálfað bæði fullorðna og börn undanfarin ár.

Sæmundur hefur einnig náð góðum árangri sem keppandi og unnið til fjölda verðlauna bæði í kata og kumite. Hann er fimmfaldur ríkjandi Íslandsmeistari í hópkata og hefur æft með landsliðinu í bæði kata og kumite.

  karate_heimasidu_myndir-IMG_7904-Oct 0

Árni Hafstað Arnórsson

1. dan

Árni hóf æfingar hjá Þórshamri haustið 2010. Hann tók 1. dan vorið 2018 undir handleiðslu Richard Amos sensei. Árni gekk til liðs við þjálfarahóp Þórshamars árið 2015, fyrst sem aðstoðarþjálfari, en sem aðalþjálfari frá vorinu 2017. Samhliða því að iðka karate af kappi hefur Árni numið japönsku við Menntaskólann við Hamrahlíð.

  karate_heimasidu_myndir-IMG_5065-Aug 2

Freyja Stígsdóttir

1. dan

Freyja hóf karateiðkun í Þórshamri haustið 2012. Hún tók 1. dan vorið 2019 undir handleiðslu Richard Amos sensei.

Freyja er ein bjartasta vonin í íslensku karate í dag og var m.a. bikarmeistari kvenna í karate 2019 og karatekona ársins. Hún er landsliðskona í kata og hefur unnið til silfur- og bronsverðlauna á Norðurlandamóti. Freyja keppir einnig í kumite og varð m.a. Íslandsmeistari unglinga árið 2019.

  karate_heimasidu_myndir-IMG_5462-Mar 1

María Helga Guðmundsdóttir

3. dan, þjálfari 

maria@thorshamar.is

María Helga hóf karateæfingar í Þórshamri haustið 1999. Vorið 2005 tók hún 1. dan undir Masao Kawasoe sensei og 2. dan 2014 og 3. dan 2017 undir Richard Amos sensei. Hún er fyrrverandi landsliðskona í bæði kata og kumite og margfaldur Íslands- og bikarmeistari.

María hefur lokið 2. stigi þjálfaranáms á vegum ÍSÍ og verið aðstoðarþjálfari í landsliðsferðum. María sér um afreksþjálfun innan Þórshamars.

ólöf-IMG_5148-Aug 23 2017.jpg

Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir

1. dan, kennslustjóri

olof@thorshamar.is

Ólöf Soffía hóf karateferil sinn hjá Þórshamri árið 2010. Hún er Meðstjórandi í stjórn félagsins og Kennslustjóri Þórshamars. Hún byrjaði að kenna sem aðstoðarþjálfari í félaginu árið 2013 og tók svo við störfum sem aðalþjálfari vorönn 2018. Einnig sinnir hún skemmtunum innan félagsins. Ólöf Soffía æfir með meistaraflokki Þórshamars og hefur náð ágætum árangri á mótum. Ólöf tók 1. dan hjá Richard Amos 5. apríl árið 2018.

  karate_heimasidu_myndir-IMG_7988-Oct 0

Bogi Benediktsson

2. dan

Bogi hóf karateferilinn í Þórshamri veturinn 2004-5. Hann tók 1. dan vorið 2012 og 2. dan vorið 2014, hvort tveggja hjá Richard Amos sensei. Bogi byrjaði ungur að kenna og hefur komið að þjálfun í Þórshamri síðan haustið 2010.

Bogi hefur einnig verið sigursæll keppnismaður. Hann er fimmfaldur ríkjandi Íslandsmeistari í hópkata og hefur keppt um árabil með landsliðinu í kata. Bestum árangri náði hann á Evrópumóti unglinga 2015, þegar hann varð í 7.-8. sæti í kata juniora. Er það einn besti árangur sem Íslendingur hefur náð á Evrópumóti í karate.

Jonni yngri.jpg

Jónas Ingi Thorarensen Kristjánsson

1. dan

Jónas hóf æfingar í Þórshamri haustið 2005 og tók 1. dan árið 2013 hjá Richard Amos sensei. Hann varð Íslandsmeistari unglinga í kumite árin 2009 og 2010. Hann hefur tekið virkan þátt í þjálfun í félaginu síðan 2011. Jónas hefur spreytt sig í ýmsum bardagalistum gegnum tíðina, meðal annars hinu brasilíska capoeira.

IMG_5289.jpg

Jón Ingi Thorvaldsson

3. dan

Jón Ingi hóf karateiðkun hjá Karatefélagi Akraness árið 1990 og hefur æft og kennt í Þórshamri síðan 1991 auk þess að gegna formennsku í félaginu um árabil.

Hann var í fremstu röð í keppni í kumite um langt skeið og var fastamaður í landsliði Íslands 1995-2005.  Hann vann samtals 15 Íslandsmeistaratitla á ferli sínum auk fjölda titla í liðakeppni fyrir Þórshamar,

AÐSTOÐARÞJÁLFARAR

  karate_heimasidu_myndir-IMG_6954-Oct 1

Björk Rósinkrans Bing

1. dan

brunt.jpg

Hannes Hermann Mahong Magnússon

1. kyu

svart.jpg

Hannes Hreimur Arason Nyysti

1. dan

brunt.jpg

Valur Kristinn Starkaðarson

2. kyu